Sunnudagaskóli kl. 11. Kveikt verður á aðventukertunum, sögð saga úr Biblíunni og sungin jólalög. Steinunn og Steina sjá um stundina og allir fá fallegan límmiða á bænaspjaldið sitt og jólamynd til þess að lita. Hressing í lokin fyrir alla.
Messa kl. 11. Sr. Gísli Jónasson þjónar, Gerðubergskórinn syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar. Organisti er Örn Magnússon. Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu að messu lokinni þar sem kórinn mun synga nokkur jólalög við undirleik Árna Ísleifs.
Aðventukvöld kl. 20. Þórey Dögg Jónsdóttir djákni og framkvæmdastjóri Eldriborgararáðs flytur hugleiðingu. fermingarbörn sýna táknrænan helgileik og kór Breiðholtskirkju syngur aðventu- og jólasálma. Stundinni lýkur á ljósastund meðan sungið er Bjart er yfir Betlehem. Hollvinafélagið og Sóknarnefndin bjóða síðan upp á heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu. Allir hjartanlega velkomnir.