Fjölbreytt dagskrá verður á aðventukvöldi safnaðarins 30. nóvember kl. 20.  Tendrað verður á fyrsta aðventuljósinu og fermingarbörnin sýna táknrænan helgileik um ljósið sem skýn í myrkrinu.  Kór kirkjunnar flytur aðventu- og jólatónlist undir stjórn organistans Arnar Magnússonar.  Þórey Dögg Jónsdóttir djákni og framkvæmdastjóri Eldriborgararáðs flytur hugleiðingu kvöldsins.  Stundinni lýkur á ljósastund meðan sunginn er jólasálmur.  Hollvinafélag kirkjunnar mun ásamt sóknarnefndinni bjóða upp á heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni.  Aðventuhátíðin er ómissandi í upphafi aðventunnar og gefur yndislegt tækifæri fyrir fjölskylduna að eiga notalega og uppbyggilega stund við upphaf undirbúnings jólanna.