Verið velkomin í fjölskylduguðsþjónustu sunnudaginn 23. nóvember kl. 11.  Sr. Gísli Jónasson leiðir stundina ásamt Steinunni Leifsdóttur.  Sunnudagaskólalögin verða sungin og Mýsla og Rebbi koma í heimsókn.  Sögð verður frásaga úr Biblíunni og sýndar fallega myndir.  Allir fá líka límmiða á plakatið sitt og fallega mynd til þess að lita.   Hressing í safnaðarheimilinu í lok stundarinnar.