Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Steinunnar og Steinu. Þær munu eiga notalega samverustund í safnaðarheimilinu, syngja, segja sögu, heilsa upp á skemmtilegar brúður og síðan fá allir fallegan límmiða á bænaspjaldið sitt. Einnig verður ávaxtahressing í lokin og kaffisopi fyrir foreldrana.
Messa kl. 11. Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar fyrir altari og prédikun dagsins flytur Þorgils Hlynur Þorbergsson guðfræðingur og kennari. Messuþjónar lesa ritningarlestra og bænir og Örn Magnússon leikur á orgelið. Félagar úr kór kirkjunnar leiða almennan safnaðarsöng. Tekið verður á móti framlögum til Kristniboðssambandsins að messu lokinni. Molasopi í safnaðarheimilunu eftir messu.
Verið velkomin í Breiðholtskirkju, tjaldkirkjuna í Mjódd.