Síðast liðinn þriðjudag tóku fermingarbörnin þátt í landssöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar og gengu hús úr húsi í hverfinu og tóku á móti framlögum til vatnsverkefna Hjálparstarfsins í Afríku.  Krakkarnir stóðu sig mjög vel og voru öll til mikillar fyrirmyndar.  Við þökkum öllum þeim sem tóku vel á móti þeim og lögðu þessu mikilvæga málefni lið.  Á næstu vikum munu fermingarbörnin selja friðarljós Hjálparstarfs kirkjunnar sem margir kaupa fyrir aðventu og jól.