Sunnudagskvöldið 2. nóvember kl. 20:00 verður kór-andakt í tilefni af allra heilagra messu.  Þar mun kórinn syngja sálma og verk andlegs eðlis.  Á milli tónverka verða lesin ljóð eftir Snorra Hjartarson auk ritningarlestra.  Kórinn mun meðal annars syngja verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Martein Hunger Friðriksson, Jón Nordal og Johannes Brahms.  Stjórnandi kórsins er Örn Magnússon og raddþjálfari og aðstoðarkórstjóri er Marta Guðrún Halldórsdóttir.  Prestur við athöfnina er séra Bryndís Malla Elídóttir.  Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis.