Messa kl. 11, sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar, Örn Magnússon leikur á orgelið og félagar úr kór kirkjunnar leiða almennan safnaðarsöng.  Messuhópur tekur virkan þátt, boðið er upp á molasopa í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Sunnudagaskóli kl. 11, Steinunn og Steina bjóða öll börn velkomin.  Bænahringurinn er óðum að fyllast og gaman að safna límmiðum á hverjum sunnudegi.  Sögð verður saga úr Biblíunni, sungið og kenndar bænir.   Ávaxtahressing í lokin og mynd til að lita.