Sunnudaginn 26. október verða tvær guðsþjónustur í kirkjunni.

Kl. 11 verður fjölskylduguðsþjónusta í umsjá sr. Bryndísar Möllu Elídóttur.  Sögð verður saga úr Biblíunni, Konni kíkir í heimsókn og mikið verður sungið af sunnudagaskólalögum og barnasálmum.  Allir fá fallegan límmiða á plakatið sitt og í lokin verður hressing í safnaðarheimilinu.

Kl. 20 verður Tómasarmessa sem ber yfirskriftina Ég vona………   Sr. Sigfús Krisjánsson prestur í Hjallakirkju mun prédika um vonina út frá því sem Biblían boðar um hina vonarríku framtíð.  Þorvaldur Halldórsson leiðir tónlistina ásamt sönghópi Tómasarmessunnar.  Fyrirbænin skipar stóran sess í messunni og hægt er að bera fram fyrirbænaerefni og þiggja fyrirbæn hjá presti, djákna eða öðru bænafólki.  Molsopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.