Hallgrímsmessa að fornum sið verður sungin sunnudaginn 12. október kl.11, en í ár er minnst 400 ára afmælis Hallgríms Péturssonar.  Mossuform og messusöngur verður frá dögum Hallgríms og inn í það fléttað sálmum eftir sálmaskáldið.  Ekki verður leikið á orgelið, enda voru orgel ekki til á Íslandi á þessum tíma, en kór Breiðholtskirkju syngur ásamt organistanum, Erni Marnússyni, sem verður forsöngvari.  Altarisþjónustu annast sr. Bryndís Malla Elídóttir og dr. Einar Sigurbjörnsson og dr. Einar prédikar.

Að messu lokinni er boðið upp á þjóðlegar veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar.