Verið velkomin í sunnudagaskólann 12. október kl.11.  Að þessu sinni verður sunnudagaskólinn allan tímann í safnaðarheimilinu þar sem Steinunn og Steina segja börnunum sögu, syngja og kannski kemur hann Konni í heimsókn.  Allir fá fallegan límmiða á bænaplakatið og mynd til þess að lita.  Jólakaka og kleinur í boði fyrir hressa sunnudagaskólakrakka í lokin.