Sunnudagurinn 5. október

Messa kl. 11, sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar.  Örn Magnússon er organisti og kór Breiðholtskirkju syngur.  Messuhópur tekur virkan þátt ásamt fermingarbörnum.  Molasopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Steinunnar og Steinu.  Þær segja sögu úr Biblíunni og kenna börnunum bænir.   Allir krakkar fá fallegan límmiða og mynd til þess að lita.   Í lokin er boðið upp á ávaxtahressingu.