Verið velkomin á hausthátíð safnaðarins! Hátíðin hefst á fjölskylduguðsþjónustu kl. 11 þar sem kirkjukrakkarnir syngja, sunnudagaskólabörnin taka virkan þátt og Konni kemur í heimsókn. Í safnaðarheimilinu verður síðan boðið upp á haustkórónur, þrautir, veiðiferð, grín og glens að ógleymdum grilluður pylsum. Hátíðin er tilvalin fyrir alla fjölskylduna sem vill fagna haustinu og eiga góða stund í kirkjunni á sunnudagsmorgni.