Guð, ertu að hlutsta!  Fyrsta Tómasarmessa vetrarins er helguð bæninni og mun sr. Ólafur Jóhannsson prestur í Grensáskirkju prédika um bænina og bænheyrslu Guðs.  Gott tækifæri gefst í Tómasarmessunni til þess að biðja og fá fyrirbæn fyrir því sem hver og einn ber með sér.  Þorvaldur Halldórsson sér um tónlistina og lofgjörðina í messunni.  Tómasarmessan er frábrugðin hefðbundinni sunnudagsmessu og er henni ætlað að gefa nýja nálgun og upplifun þátttakenda á orði Guðs og anda.  Eftir messuna er boðið upp á te og molasopa í safnaðarheimilinu þar sem hægt verður að spjalla saman og ræða nánar um efni messunnar við presta, djákna eða aðra sem tóku þátt í messunni.  Verið velkomin í Tómasarmessurnar í vetur!