Í kvöld hefst fyrirlestraröð í safnaðarheimili kirkjunnar um inntak og merkingu helgihalds Þjóðkirkjunnar. Farið verður í nokkrar lykilspurningar, eins og af hverju signum við okkur, hvernig byrjaði sú hefð? Hvers vegna er upphafsbæn og blessun í hverri messu? Hvað merkir það eiginlega það sem er sagt í messuliðunum og hvaða tilgangi þjóna þeir? Hvaða máli skiptir vígslan? Hvernig tengist messan ritningunni? Og hvernig tengjast sálmarnir og prédikun ritningunni?
Dr. dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur hefur í mörg ár verið með Biblíulestra á fimmtudagskvöldum, en í ár verður inntak og merking messunnar tekin fyrir. Fyrirlestrarnir verða tíu og er hver fræðsla sjálfstæð, bæði er því hægt að sækja fræðsluna frá upphafi eða koma í einstök skipti. Fræðslan hefst fimmtudaginn 18. september kl. 20. Boðið er upp á molasopa og te. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og þátttakendum að kostnaðarlausu.
Nánari upplýsingar gefur dr. Sigurjón í síma 896 8108.