Sunnudagaskóli kl. 11. Steinunn tekur vel á móti börnunum og á notalega stund með þeim í safnaðarheimilinu. Allir fá fallegan límmiða og bænaspjald til þess að taka með sér heim. Einnig verður mynd til þess að lita og ávaxtahressing í lokin.
Messa kl. 11. Sr. Gísli Jónasson þjónar, Örn Magnússon er organisti og kór kirkjunnar syngur. Messuhópur tekur virkan þátt og fermingarbörn vetrarins eru hvött til þess að mæta í messu. Molasopi og djúshressing í safnaðarheimilinu að messu lokinni.