Sunnudagaskólinn byrjar 7. september og verður í 7. himni í allan vetur.  Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Steinunn Leifsdóttir og Steinunn Þorbergsdóttir.  Ungir og aldnir byrja saman í kirkjunni en síðan fara sunnudagaskólabörnin niður í safnaðarheimili og eiga þar notalega og skemmtilega stund saman.  Í vetur verður gleðin í fyrirrúmi og einnig verður lög áhersla á bænir og sögur úr Biblíunni.  Allir fá fallegar bænir með sér heim og svo er boðið upp á mynd til þess að lita og ávaxtahressingu í lokin.  Verið velkomin í sunnudagaskólann.