Föstudaginn 5. september verður fyrsti foreldramorguninn á þessum starfsvetri. Alla föstudaga í vetur verður opið hús milli kl. 10 og 12 í safnaðarheimilinu þar sem foreldrar geta komið með ungbörn sín. Góð aðstaða er í og við kirkjuna fyrir vagna og kerrur, einnig eru dýnur og leikföng í safnaðarheimilinu. Alltaf er notalegt spjall yfir te eða kaffibolla en stundum koma góðir gestir í heimsókn með fræðslu sem snýr að umönnun eða uppeldi barna. Umsjón með starfinu hefur Emilía G. Svavarsdóttir. Sjón er sögu ríkari, verið velkomin á foreldramorgna í Breiðholtskirkju.