Kór Breiðholtskirkju fagnar gleðidögum með upprisu- og gleðitónleikum.  Flutt verður páskakantata eftir J.S. Bach og tvær gleðikantötur eftir Buxtehude.  Barrokksveit Breiðholtskirkju leikur með kórnum á upprunaleg hljóðfæri barrokkstímans og kórfélagar syngja aríurnar í kantötunum.  Upprisukantötu Buctehude flytja þau Júlía Traustadóttir, Marta Guðrún Halldórsdóttir og Þorbjörn Rúnarsson.   Stjórnandi á tónleikunum er Örn Magnússon.  Miðaverð er 2500 kr. 

Tónleikarnir hefjast í Breiðholtskirkju kl. 17 laugardaginn 17. maí.