Hin árlega safnaðarferð verður farin sunnudaginn 4. maí.  Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 9 og áætluð heimkoma kl. 17:30.  Ferðinni er heitið í Fljótshlíðina á slóðir Gunnars á Hlíðarenda og Þorsteins Eggertssonar í Hlíðarendakoti.  Leiðsögumaður er Leifur Þorsteinsson sem þekkir svæðið vel og hvað markverðast er að sjá.  Ferðin kostar 2500 kr. en ókeypis er fyrir börn yngri en 14 ára í fylgd fullorðinna.  Nauðsynlegt er að taka með sér nesti fyrir daginn.  Áð verður meðal annars við kirkjuna á Breiðabólsstað þar sem við munum njóta aðstöðunnar í safnaðarheimilinu sem þar er.  Hellt verður upp á kaffi og boðið upp á djús fyrir þá sem þess óska.  Skráning er í síma 587 1500 eða 892 2901.