Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11, sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar og Örn Magnússon er organisti. Þema messunnar er skírnin, sögð verður frásagan af skírn Jesú og einnig verður lítill drengur borinn til skírnar. Mikið verður sunguð og börnin fá fallega mynd til þess að taka með sér heim. Boðið verður upp á létta hressingu í safnaðarheimilinu í lok stundarinnar.
Tómasarmessa kl. 20, þema messunnar er „Jesús mettar“ og guðspjallið segir frá því þegar Jesús mettaði mannfjöldann með fimm byggbrauðum og tveimur fiskum. Magnea Sverrisdóttir skóladjákni prédikar og unglingahljómsveit KSS spilar. Þorvaldur Halldórsson verður einnig á sínum stað og guðfræðinemar lesa ritningartexta. Boðið verður upp á fyrirbæn með handayfirlagninu og/eða smurningu fyrir þau sem þess óska. Einnig gefst tækifæri til þess að kveikja á bænaljósi eða skrifa bænarefni á miða og leggja í körfu. Að messu lokinn verður boðið upp á molasopa í safnaðarheimilinu.