Sunnudaginn 23. mars verður sunnudagaskóli kl. 11 í umsjón Steinunnar Leifsdóttur.  Frásögur Biblíunnar verða í fyrirrúmi, það verður sungið og beðnar bænir.  Fjársjóðskistan verður á sínum stað og allir fá fallega mynd til þess að lita.  Einnig verður boðið upp á ávaxtahressingu í lok stundarinnar.  Börn á öllum aldri eru hjartanlega velkomin í sunnudagaskólann.