Hin árlega Skaftfellingamessa verður næst komandi sunnudag 23. mars kl. 14.  Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar fyrir altari ásamt sr. Haraldi M. Kristjánssyni sóknarpresti í Vík og sr. Ingólfi Hartvigssyni sóknarpresti Kirkjubæjarklaustursprestakalls sem einnig mun prédika.  Söngfélag Skaftfellinga syngur ásamt Samkór Mýrdælinga, Ásakórnum og Kirkjukór Prestsbakkakirkju.  Organistar eru Friðrik Vignir Stefánsson, Kári Gestsson og Brian Haroldsson.  Að messu lokinni mun Skaftfellingafélagið vera með kaffisölu í safnaðarheimilinu þar sem gott tækifæri gefst til þess að hitta vini og ættingja auk þess sem Söngfélag Skaftfellinga mun syngja nokkur lög.  Verið hjartanlega velkomin.