Messa kl. 11 sunnudaginn 9. mars.  Sr. Gísli Jónasson þjónar og messuhópur tekur virkan þátt ásamt fermingarbörnum.  Örn Magnússon er organisti og félagar úr kór kirkjunnar syngja.  Molasopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Steinunnar Leifsdóttur.  Sögð verður saga úr Biblíunni, mikið sungið og ef til vill kemur Tófa eitthvað við sögu.  Límmiði og mynd til þess að lita og ávaxtahressing í lok stundarinnar.