Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar er haldinn hátíðlegur fyrsta sunnudaginn í mars.

2. mars kl. 11 verður æskulýðsguðsþjónusta með mikilli þátttöku barna og unglinga.  Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts spilar og fermingarbörn vorsins taka margvíslegan þátt í undirbúningi guðsþjónustunnar og lesa meðal annars bænir sem þau sjálf hafa skifað.  Boðið verður upp á létta hressingu í safnaðarheimilinu í lokin.  Prestar og starfsfólk Breiðholtskirkju hveta unga sem aldna til þátttöku í æskulýðsdeginum og fjölmenna í messu.