Sunnudaginn 23. febrúar, sem er Biblíudagurinn, mun hr. Krisján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti vísitera söfnuðinn og taka þátt í guðsþjónustum dagsins.
Kl. 11 verður fjölskylduguðsþjónusta og mun hr. Kristján Valur flytja ávarp. Tvö börn verða borin til skírnar, mikið verður sungið og fjallað um söguna um sáðmanninn sem gekk út að sá. Að guðsþjónustunni lokinni verður boðið upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu.
Kl. 20 verður Tómasarmessa þar sem hr. Kristján Valur mun prédika. Yfirskrift messunnar er „Orð Guðs til þín“. Í Tómasarmessunni er lögð mikil áhersla á fyrirbænarþjónustu og virka þátttöku leikmanna. Þá einkennist messan einnig af fjölbreytilegum söng og tónlist, sem er í umsjá Þorvaldar Halldórssonar. Að messu lokinni verður boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu.
Tökum vel á móti vígslubiskupnum og njótum þess að eiga góða stund í kirkjunni.