Verið velkomin í sunnudagaskólann 9. febrúar kl. 11.  Steinunn tekur vel á móti börnum og foreldrum og á með þeim skemmtilega stund í safnaðarheimilinu.  Hressing og falleg mynd til að lita fyrir alla í lokin.

Sr. Gísli Jónasson þjónar í messunni 9. febrúar kl. 11 með virkri þátttöku messuhóps.  Örn Magnússon leikur á orgelið og stjórnar kór kirkjunnar.  Molasopi í safnaðarheimilinu í lokin.