Bóndadagur verður haldinn hátíðlegur í Breiðholtskirkju á morgun 24. janúar.  Boðið verður upp á hefðbundinn þorramat, fjöldasöng og skemmtun í safnaðarheimilinu.  Þorragleðin hefst kl. 18 og kostar 3.500 kr.  Skráning er í síma 587 1500 eða 863 3798.  Allir eru hjartanlega velkomnir!