Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11, sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar og Örn Magnússon stjórnar söngnum.  Öllum börnum sem verða fimm ára á árinu verður gefin falleg bók um Kötu og Óla sem finnst gaman að fara í kirkjuna sína.  Mikið verður sungið og fjallað verður um söguna um Bartímeus blinda.  Boðið verður upp á hressingu í safnaðarheimilinu í lokin.

Tómasarmessa kl. 20 sem ber yfirskriftina að trúa og að treysta.  Sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og Þorvaldur Halldórsson sér um tónlistina.  Boðið verður upp á fyrirbæn með smurningu og/eða handayfirlagningu.   Molasopi og te í safnaðarheimilinu að messu lokinni.