Messa kl. 11 sunnudaginn 19. janúar.  Sr. Gísli Jónasson prédikar og þjónar fyrir altari, Örn Magnússon leikur á orgel og kór kirkjunnar syngur.  Messuhópur tekur virkan þátt með því að lesa ritningarlestra, bænir ofl.  Fermingarbörn eru hvött til þátttöku með forledrum sínum.  Molasopi í safnaðarheimlilinu að messu lokinni.

Sunnudagaskóli kl. 11.  Steinunn Leifsdóttir segir sögu úr Biblíunni og kennir börnunum bænir.  Einnig eru sungnir hreyfisöngvar og stundum koma brúður í heimsókn.  Djúshressing í lokin og mynd til að lita.