Fjórða sunnudag í aðventu, 22. desember, verða jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 11 í umsjá sr. Bryndísar Möllu Elídóttur. Kveikt verður á fjórða kertinu á aðventukransinum og horft fram til jóla. Sungnir verða jólasöngvar og jólasálmar sem Örn Magnússon organisti mun leiða. Lesin verður falleg jólasaga og hinn sanni jólaandi fundinn. Einnig verður tekið á móti söfnunarbaukum Hjálparstarfs kirkjunnar og hægt verður að kaupa friðarkerti þegar stundinni líkur. Öll börn fá glaðning í poka og síðan verður boðið upp á djús, te, kaffi og piparkökur í safnaðarheimilinu.