„Hin fegursta rósin er fundin“

Sunnudaginn 8. desember kl. 20 verður kirkjukórinn með sína árlegu jólatónleika.  Flutt verður hefðbundin jóla- og aðventutónlist.  Hljóðfæraleikur verður að stærstum hluta í höndum kórfélaga.  Einsöngvari á tónleikunum verður Júlía Traustadóttir.  Össur Ingi Jónsson leikur á óbó, en einnig verður leikið á fiðlu, trompet og langspil.  Einnig mun kórinn frumflytja þrjár útsetningar stjórnandans á gömlum íslenskum jólalögum. Guðný Einarsdóttir, organisti Fella- og Hólakirkju mun leika á orgelið og Örn Magnússon stjórna kórnum.   Aðgangseyrir er 2000 kr.