Sunnudagaskóli kl. 11 annan sunnudag í aðventu.  Steinunn Leifsdóttir hefur umsjón með starfinu.  Boðskapur aðventu og jóla verður í fyrirrúmi, sögð verður saga jólanna, sungnir jólasöngvar og  allir fá smákökur í lokin.  Sunnudagaskólinn býður upp á notalegar samverustundir í desember þar sem jólastressið er víðsfjarri en gleðin og tilhlökkunin þeim mun meiri.