Messa kl. 11. Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar fyrir altari og Þórey Dögg Jónsdóttir djákni prédikar. Gerðubergskórinn syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar, undirleikari er Árni Ísleifsson og Örn Magnússon er organisti. Messuhópur tekur virkan þátt með lestri ritningarlestra og bæna. Fermingarbörn kveikja á kertunum og tendra á Betlehemsljósinu. Kaffi og jólalegar veitingar í safnaðarheimilinu að messu lokinni.