Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.  Börn úr kirkjukrakkastarfinu syngja jólalög og undirbúa Betlehemsfjárhúsið.  Félagar úr Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts leika á hljóðfæri og kveikt verður á fyrsta aðventukertinu.  Piparkökur, kaffi og djús í safnaðarheimilinu í lokin.

Aðventukvöld kl. 20.  Sr. Þorvaldur Víðisson biskupsritari flytur hugleiðingu og fermingarbörn sýna helgileik.  Ungar stúlkur leika á hljóðfæri og kirkjukórinn syngur aðventu- og jólalög.  Heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu í lokin þar sem tækifæri gefst til þess að styrkja starf Hollvinafélagsins.