Í dag þriðjudaginn 5. nóvember munu fermingarbörnin ganga í hús í hverfinu og safna peningum fyrir Hjálparstarf kirkjunnar.  Þau verða með sérmerkta og innsiglaða bauka merkta Hjálparstarfinu.  Þeir peningar sem safnast í kvöld renna í vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku.  Við hvetjum alla til þess að taka vel á móti fermingarbörnunum sem verða á ferðinni milli 17:30 og 21:00.