Sunnudagaskóli kl. 11 – Steinunn Leifsdóttir sér um sunnudagaskólann, skoðar í fjársjóðskistuna með börnunum, segir góða sögu úr Biblíunni og svo er alltaf mikið sungið í sunnudagaskólanum.  Hressing í lokin og falleg mynd til að lita.

Messa kl. 11 – sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar út frá Matteusi 5:13-16 og þjónar fyrir altari, organisti er Örn Magnússon, kór kirkjunnar syngur og  messuhópur tekur virkan þátt.  Molasopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Kór-andakt kl. 20 – Kór kirkjunnar mun syngja sálma og verk andlegs eðlis.  Á milli verka lesa kórmeðlimir ljóð og texta úr íslenskum bókmenntaarfi með trúarlega skírskotun.  Enginn aðgangseyrir er á tónleikana en tekið verður á móti frjálsum framlögum í söfnun Þjóðkirkjunnar fyrir línuhraðli til Landspítala Háskólasjúkrahúss.

„Ég varð glaður er menn sögðu við mig:  Göngum í hús Drottins“  Sálm 122:1