Sunnudagaskóli kl. 11. Steinunn Leifsdóttir tekur vel á móti sunnudagaskólabörnunum og býður þeim upp á skemmtilega og uppbyggilega stund í safnaðarheimilinu. Það er aldrei að vita nema Rebbi kíki í heimsókn og allir fá fallega mynd með sér heim. Verið velkomin í sunnudagaskólann.
Messa kl. 11. Sr. Gísli Jónasson þjónar og Örn Magnússon leikur á orgelið. Hljómeyki syngur og leiðir almennan safnaðarsöng. Messuhópur tekur virkan þátt og fermingarbörn vetrarins eru hvött til þátttöku. Kaffi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.