Milli kl. 10 og 12 alla föstudaga hittast mæður í safnaðarheimilinu og eiga saman notalega stund.  Barnauppeldi og umönnun barna er ofarlega á dagskrá og góð ráð gefin yfir kaffisopa og meðlæti.  Reglulega eru fræðsluerindi og margvíslegar kynningar.  Umsjón með foreldramorgnunum hefur Emelía G. Svavarsdóttir.