Nú fögnum við haustinu og gleðjumst saman sunnudaginn 29. september!  Hátíðin hefst með fjölskyldustund kl. 11 þar sem nokkrir kirkjukrakkar ætla að syngja, fjársjóðskistan verður á sínum stað og góðir gestir kíkja í heimsókn.  Síðan verður haldið í safnaðarheimilið þar sem fermingarbörn vetrarins munu aðstoða yngri börnin við ýmsar þrautir og leiki.  Hægt verður að útbúa haustkórónur, veiða sér einhvern glaðning, fara í míni- keilu og margt fleira.  Einnig verður boðið upp á grillaðar pylsur, djús og kaffisopa.

Allir eru hjartanlega velkomnir – haustið er komið!