Messa kl. 11 sunnudaginn 20. september. Sr. Gísli Jónasson þjónar, Örn Magnússon leikur á orgelið og kór kirkjunnar syngur. Messuhópur tekur virkan þátt með því að lesa ritningarlestra dagsins og bænir, aðstoða við útdeilingu og fleira. Molasopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.
Sunnudagaskóli í umsjá Steinunnar Leifsdóttur verður á sama tíma. Stundin byrjar í kirkjunni um leið og messan en síðan fara börnin niður í safnaðarheimili með Steinunni og fá að heyra fallega sögu úr Biblíunni, syngja og biðja saman. Mynd til að lita fyrir alla í lokin og djúshressing.