Sunnudagurinn 8. september

Sunnudagaskóli kl. 11.  Söngur, Biblíusaga, bænir og ef til vill kemur Tófa í heimsókn.  Steinunn Leifsdóttir tekur á móti börnunum og leiðir þau í samveru sunnudagaskólans.  Hressing í lokin og mynd til að lita.

Messa kl. 11.  Sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Gísla Jónassyni.  Organisti er Örn Magnússon og kór kirkjunnar syngur.  Messuhópur tekur virkan þátt en einnig er vænst þátttöku fermingarbarnanna.  Eftir messu verður fundur með foreldrum fermingarbarna vetrarins þar sem farið verður yfir fermingarundirbúninginn í vetur, fermingardagana, ferð í Vatnaskóg ofl.