Miðvikudaginn 4. september:

Samvera eldri borgara kl. 13:30, dagskrá vetrarins kynnt, söngur, spjalla og kaffiveitingar.

Kirkjukrakkar kl. 16.  Samverur kirkjukrakkanna eru að hefjast í dag eftir sumarfrí.  Starfið er fyrir öll börn á aldrinum 6 til 9 ára.  Fjölbreytt og fjörugt kirkjustarf alla miðvikudaga í vetur kl. 16.  Börn í Bakkaseli fá fylgd til kirkju.  Nauðsynlegt er að skrá börnin til þátttöku í starfinu í vetur sem er foreldrum að kostnaðarlausu.  Umsjón með starfinu hefur Bryndís Malla Elídóttir sem einnig gefur allar nánari upplýsingar í síma 587 1500.