Vilt þú vera messuþjónn í vetur?  Vilt þú kynna þér hvað felst í því að vera messuþjónn?  Þriðjudaginn 3. september kl. 18:30 verður samvera messuþjóna þar sem starfið verður kynnt og skipulag næsta vetrar.  Byrjað verður á helgistund í kirkjunni þar sem dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson mun vera með stutt erindi um samspil tónlistar og guðfræði, síðan verður samvera í safnaðarheimilinu svo kallað Pálínuboð þar sem hver tekur með sér eitthvað til þess að leggja til sameiginlegrar máltíðar.  Eftir umræður um starfið og kynningu á messuhópunum er áætlað að samverunni ljúki kl. 20.  Allir eru hjartanlega velkomnir.