Sunnudagaskólinn hefst aftur eftir sumarfrí næst komandi sunnudag 1. september kl. 11. Umsjón með sunnudagaskólanum í vetur hefur Steinunn Leifsdóttir. Sunnudagaskólinn er miðaður við börn á leikskólaaldri og í yngstu bekkjum grunnskólans. Samveran hefst í kirkjunni um leið og messan en síðan fara sunnudagaskólabörnin niður í safnaðarheimili þar sem þau fá að heyra fallega sögu úr Biblíunni, syngja og gleðjast saman. Í lokin er boðið upp á djúshressingu og mynd til þess að lita.
Messa kl. 11 sunnudaginn 1. september. Sr. Gísli Jónasson prédikar og þjónar fyrir altari. Örn Magnússon leikur á orgel og kór kirkjunnar syngur. Messan markar upphaf vetrarstarfs kirkjunnar og verður sérstaklega beðið fyrir komandi vetri um leið og allt starf kirkjunnar verður lagt í Guðs hendur. Molasopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.