Laugardaginn 20. júlí kl. 15:00 mun Kór Breiðholtskirkju halda tónleika í Skálholtskirkju.  Kórinn mun flytja tvö tónverk, annað eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson sem nefnist „Rennur upp um nótt“  og var verkið samið sérstaklega fyrir kórinn í tilefni af 25 ára vígsluafmælis kirkjunnar og 40 ára starfsafmælis kórsins.  Verkið er samið við texta Ísaks Harðarsonar.  Síðara verkið sem kórinn mun flytja er hin þekkta módetta J.S. Bach, „Jesu meine Freude“.  Stjórnandi kórsins er Örn Magnússon organisti.  Enginn aðgangseyrir er á tónleikana í Skálholti.

Fjölbreytt dagskrá verður á Skálholtshátíð frá fimmtudegi til sunnudags og þess sérstaklega minnst að 50 ár eru frá vígslu Skálholtskirkju.  Allar nánari upplýsingar má finna á kirkjan.is