Í sumar verður kyrrðarstund alla miðvikudaga kl. 12. Stundirnar helgast af íhugun, orði Guðs, altarisakramentinu og fyrirbæn. Létt hádegishressing er í safnaðarheimilinu eftir hverja stund. Tekið er á móti bænarefnum í síma kirkjunnar 587 1500 og á stundum sjálfum. Allir eru hjartanlega velkomnir.