N.k. sunnudag, 30. júní verður messa kl. 11. Sr. Gísli Jónasson þjónar, Örn Magnússon er organisti og félagar úr kór Breiðholtskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Er þetta síðasta messan að sinni, þar sem gert verður messuhlé fram yfir verslunarmannahelgi vegna sumarleyfa starfsfólks. Við vekjum hins vegar athygli á því, að það verða kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12 í allt sumar.