Göngumessa verður í Seljakirkju sunnudaginn 9. júní og í Fella- og Hólakirkju sunnudaginn 16. júní.  Messurnar hefjast kl. 20 en safnast verður saman frá þeirri kirkju sem messað verður í kl. 19 og gengið um hverfið.  ATH.  ekki verður messað í Breiðholtskirkju þessa tvo sunnudaga þar sem messurnar eru sameiginlegar fyrir allt Breiðholtið og er sóknarfólk hvatt til þess að taka þátt í göngumessunum sem hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum.

Síðustu messur fyrir sumarleyfi starfsfólks verða sunnudagana 23. og 30. júní kl. 11.  Sr. Gísli Jónasson þjónar, Örn Magnússon er organisti og félagar úr kór Breiðholtskirkju leiða almennan safnaðarsöng.