Nú stendur yfir málverkasýning í anddyri kirkjunnar. Þar sýnir Björg Atla myndlistarkona nokkur akrylverk, túlkun og tjáningu tveggja heima. Hægt er að skoða sýninguna á opnunartíma kirkjunnar, ath. að hægt er að ganga í gegnum safnaðarheimilið ef ekki er opið uppi. Það er Hollvinafélag kirkjunnar sem hefur veg og vanda af sýningunni.