Á mæðradaginn 12. maí verður messa kl. 11 þar sem mæður þjóna og taka virkan þátt í messunni.  Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar fyrir altari og Þórey Dögg Jónsdóttir prédikar.  Konur frá mömmumorgnum kirkjunnar lesa ritningartexta og bænir og taka virkan þátt í messunni. Örn Magnússon leikur á orgelið og kór kirkjunnar syngur.  Að lokinni messu býður Hollvinafélagið upp á vöfflukaffi og kl. 12:30 verður basarinn opnaður þar sem gera má góð kaup og styrkja um leið starf kirkjunnar.  Allir eru hjartanlega velkomnir, sérstaklega allar mæður og þó sunnudagaskólinn sé kominn í sumarfrí verða litir, blöð og bækur fyrir yngstu börnin.

Þau sem vilja gefa muni á basarinn, t.d. bakkelsi, handverk eða góða muni er bent á að hafa samband við Önnu í síma 863 3798.